Vangamynd af vetrarbraut

Þyrilvetrarbrautin NGC 4217 séð á hlið. Brúnur slæðurnar sem ganga …
Þyrilvetrarbrautin NGC 4217 séð á hlið. Brúnur slæðurnar sem ganga upp og niður af fleti hennar eru rykmyndanir sem eru hundruð ljósára að lengd og breidd. ESA/Hubble & NASA

Þyrilvetrarbrautin NGC 4217 er í um 60 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er tilvalið viðfangsefni til að rannsaka rykmyndanir utan við flöt vetrarbrauta þar sem að hún sjónahorn okkar er nánast fullkomlega á hliðina á henni. Þessar rykmyndanir eru hundruð ljósára að lengd og breidd.

Hubble-geimsjónaukinn náði þessari sérstöku mynd af NGC 4217 á hlið en rykmyndanirnar eru brúnu slæðurnar sem standa út af plani vetrarbrautarinnar. Þær sjást aðeins á myndinni vegna þess að munurinn á þeim og umhverfi er svo mikill. Þetta gefur til kynna að myndanirnar séu þéttari en umhverfi þeirra.

Sumar myndananna ná allt að 7.000 ljósár frá fleti vetrarbrautarinnar. Þær eru að jafnaði um 1.000 ljósár að lengd og um 400 ljósár að breidd.

mbl.is