Sólarskoti frestað um sólarhring

Skotinu hefur nú verið frestað um sólarhring.
Skotinu hefur nú verið frestað um sólarhring. AFP

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur frestað skoti á ómönnuðu könnunargeimfari til sólarinnar, sem skjóta átti frá Kanaveralhöfða í Flórída í dag. Stefnt er að því að skjóta flauginni á loft á morgun. 

Geimfarið nefnist Parker-sólarkanninn í höfuðið á sólarfræðingnum Eugene Parker. Lokaathugun fyrir skotið í dag leiddi til þess að ákveðið var að fresta skotinu um sólarhring. Risavaxin eldflaug, Delta-IV Heavy rocket, mun flytja farið út í geim, að því er fram kemur á vef BBC.

AFP

Áætlað er að geimfarið verði hið fyrsta sem fer um funheitan lofthjúp sólarinnar og „snertir sólina“ eins og geimrannsóknarstofnunin komst að orði. Förinni er heitið að hinni svokölluðu kórónu sólarinnar, sem er plasmahjúpur sem umlykur sólina og teygir sig milljónir kílómetra út í geiminn.

Von­ast er til þess að með rann­sókn­um á kór­ón­unni verði …
Von­ast er til þess að með rann­sókn­um á kór­ón­unni verði hægt að spá fyr­ir um veður­til­brigði úti í geimn­um, en geim­storm­ar geta til dæm­is raskað orku­stöðvum á jörðinni. AFP

Farið mun fljúga um geiminn á um 69.2000 kílómetra hraða á klukkustund og ætti þar með að verða hraðskreiðasta manngerða far í sögunni til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert