Íhaldssamar hugveitur nýjasta fórnarlambið

AFP

Allt bendir til þess að leyniþjónusta rússneska hersins, sem talin er hafa reynt að hafa áhrif á kosningabarátuna í Bandaríkjunum 2016, leiti nú á ný mið – íhaldssamar bandarískar hugveitur.  

Um er að ræða hugveitur sem hvetja til þess að framhald verði á refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi, flett verði ofan af ólígörkum og barist fyrir mannréttindum.

Í skýrslu sem Microsoft mun birta í dag kemur fram að fyrirtækið hafi fundið vefsíður sem hafa verið gerðar á undanförnum vikum af tölvuhökkurum sem tengjast leyniþjónustustofnun rússneska hersins, sem áður var þekkt undir skammstöfuninni GRU.

Vefsíðunum er ætlað að blekkja fólk sem heldur að það sé að heimsækja vefi stofnana eins og Hudson Institute og International Republican Institute en eru í reynd vefsíður sem hakkarar hafa sett upp í þeim tilgangi að ræna aðgangsorðum og öðrum upplýsingum frá notendum.

Microsoft uppgötvaði einnig vefsíður sem herma eftir vef bandarísku öldungadeildarinnar en ekki einstökum þingmönnum, segir í frétt New York Times. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert