39 teskeiðar af sykri í mjólkurhristingi

Mjólkurhristingur.
Mjólkurhristingur. Wikipedia/NickSS

Breski baráttuhópurinn Action on Sugar hefur farið fram á að bannað verði að selja mjólkurhristinga sem innihalda meira en 300 hitaeiningar. Þar á meðal svonefnda freakshakes sem eru ekki ósvipaðir íslenska bragðarefnum. 

Freakshake er mjólkurhristingur sem inniheldur sælgæti, kökur, rjóma og íssósur. 

Í fréttum BBC og Guardian í dag er fjallað um innihald slíkra ísdrykkja en flestir þeirra eru stútfullir af sykri og hitaeiningum. Dæmi er tekið af mjólkurhristingi sem nefnist Toby Carvery Unicorn. Hann reyndist innihalda 39 teskeiðar af sykri eða 1.280 hitaeiningar. Það er álíka mikið og í fjórum kókdósum. 

Samkvæmt bresku hjartasamtökunum þyrfti 25 ára gömul manneskja að skokka í þrjár klukkustundir til þess að brenna hitaeiningunum.

Frétt BBC

mbl.is
Vetur í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Bensínhjólbörur
Eigum til bensínhjólbörur með 7.5hp Briggs & Stratton, Drif á öllum, 4 gírar á...