„Tíminn til að bregðast við nánast runninn út“

Petteri Taalas, framkvæmdastjóri WMO.
Petteri Taalas, framkvæmdastjóri WMO. AFP

Samsöfnun gróðurhúsalofttegunda, sem valda loftslagsbreytingum og hækkandi hitastigi í heiminum, náði nýjum hæðum í fyrra. Fram kemur í skýrslu Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (WMO) að ekki sé útlit fyrir breytingu.

Í skýrslunni kemur fram að koltvísýringur í andrúmslofti hafi aukist í fyrra en hann hefur ekki verið meiri í þrjár til fimm milljónir ára. Styrk­ur kolt­ví­sýr­ings mæld­ist vera um 405 ppm (e. parts per milli­on) í heim­in­um.

„Vísindin hafa sýnt fram á að ef ekki verður dregið úr koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum munu loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á líf á jörðinni og valda eyðileggingu. Tíminn til að bregðast við er nánast runninn út,“ segir Petteri Taalas, framkvæmdastjóri WMO.

Skýrsl­an ýtir und­ir þær rann­sókn­ir vís­inda­manna að lofts­lags­breyt­ing­ar hækka sí­fellt hita­stig jarðar og fær­ast fyr­ir vikið sí­fellt nær því að verða óaft­ur­kræf­ar. 

„Fyrir þremur til fimm milljónum ára, þegar svipaðar breytingar urðu á koltvísýringi, var hitastigið á jörðinni tveimur til þremur gráðum hærra en en í dag og yfirborð sjávar tíu til tuttugu metrum hærra,“ bætti Taalas við.

Elena Manaenkova.
Elena Manaenkova. AFP

Elena Manaenkova, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar­inn­ar, segir að niðurstaðan komi henni ekki á óvart og að engin töfralausn sé í boði. Hún hafi miklar áhyggjur af aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu og telur að aðgerðir til að sporna við loftslagsbreytingum hafi ekki verið teknar nógu alvarlega.

Umfjöllun Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert