Kynnti nýja tegund neðanjarðarganga

Bílar geta ekið á 241 kílómetra hraða í göngunum.
Bílar geta ekið á 241 kílómetra hraða í göngunum. AFP

Elon Musk, milljarðamæringurinn á bak við Tesla og SpaceX, hefur kynnt til sögunnar neðanjarðargöng sem hann lítur á sem himnasendingu þegar kemur að því að leysa umferðarvanda í stórborgum.

Musk afhjúpaði inngang að 1,8 kílómetra löngum prufugöngum í borginni í Los Angeles sem voru hönnuð af fyrirtæki hans Boring fyrir um 10 milljónir bandaríkjadala, eða um 1,2 milljarða króna. Það þykir lítill peningur þegar kemur að slíkum framkvæmdum.

Göngin eru hluti af sýn Musk um byggingu neðanjarðarmiðstöðvar þangað sem hægt verður að flytja bíla, helst Tesla-bíla, niður með lyftum. Þar verða þeir settir niður á teina og þeim ekið á allt að 241 kílómetra hraða.

„Eina leiðin til að leysa þetta mál er að fara þrívíddarleiðina. Að samgöngukerfið verði í samræmi við híbýli fólks,“ sagði Musk um lausnina á umferðarteppum í borgum. „Þetta er allt frekar einfalt. Engin þörf á Nóbelsverðlaunum hérna.“  

Frétt BBC um göngin

Elon Musk þar sem hann sagði frá göngunum.
Elon Musk þar sem hann sagði frá göngunum. AFP
mbl.is