Loka mörg hundruð síðum frá Íran

Hátt í 800 síðum eða aðgöngum að Facebook og Instagram ...
Hátt í 800 síðum eða aðgöngum að Facebook og Instagram hefur verið lokað, þar sem þeir voru notaðir til þess að koma á framfæri misvísandi upplýsingum um Íran. AFP

Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði lokað nærri 800 síðum frá Íran, sem hefðu verið notaðar til þess að koma á framfæri misvísandi upplýsingum sem tengdust Íran.

Síðurnar voru hluti af herferð til þess að koma írönskum hagsmunum á framfæri í yfir tuttugu löndum og var meðal annars um að ræða falska Facebook- og Instagram-reikninga þar sem látið var líta út fyrir að þeir sem stæðu bak við þá væru íbúar í tilteknum löndum, samkvæmt yfirlýsingu frá Nathaniel Gleicher, sem er yfirmaður netöryggismála hjá Facebook.

Hann sagði á blaðamannafundi að Facebook gæti sannað að þeir sem stæðu á bak við reikningana væru staðsettir í Íran og sagði að mestmegnis hefði verið um að ræða efni, sem ætti uppruna sinn að rekja til íranska ríkisfjölmiðilsins.

Gleicher sagði þá að Facebook gæti ekki sagt nákvæmlega til um hverjir væru þarna að verki, en fram kom í máli hans að þessi „aðgerð“ hefði staðið yfir frá árinu 2010 og að alls hefðu tvær milljónir fylgt þeim 783 notendum og síðum á Instagram og Facebook sem hafi verið eytt.

Samkvæmt Facebook vörðu „notendurnir“ sem hafa verið fjarlægðir minna en 30.000 Bandaríkjadölum í að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlinum til þess að koma efni sínu á framfæri.

Facebook byrjaði að skoða háttsemi sem þessa á samfélagsmiðlinum, eftir að í ljós kom að miðlinum hafði verið beitt til þess að reyna að hafa áhrif á gang mála í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.

mbl.is
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraram... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísala...