6,9 stiga skjálfti á Atlantshafshryggnum

Sjá má staðsetningu skjálftans á korti bandarísku jarðvísindastofnunarinnar.
Sjá má staðsetningu skjálftans á korti bandarísku jarðvísindastofnunarinnar. Skjáskot/USGS

Jarðskjálfti af stærðinni 6,9 varð í kvöld á Mið-Atlantshafshryggnum, miðja vegu milli vesturstrandar Afríku og norðausturstrandar Suður-Ameríku.

Þótt skjálftinn hafi verið stór er engin hætta talin á flóðbylgju af hans völdum. Sjá má staðsetningu skjálftans á gagnvirku korti bandarísku jarðvísindastofnunarinnar.

Atlantshafshryggurinn er hluti af miðhafshryggjakerfinu sem er um 75.000 km langt og hlykkjast um alla jörðina, að því er segir á vísindavef Háskóla Íslands, þar sem bent er á að hryggjakerfið sé stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar.

Hryggirnir rísi yfirleitt nokkur þúsund metra yfir djúphafssléttuna og sums staðar nái eldfjöll á hryggnum upp úr sjó eða jafnvel hryggurinn sjálfur  Ísland sé dæmi um það.

mbl.is