Truflanir á vefþjónustu Amazon

Vefþjónustur Amazon í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir truflunum.
Vefþjónustur Amazon í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir truflunum. mbl.is/Hanna

Notendur á vefþjónustu Amazon, AWS, hafa orðið fyrir truflunum á þjónustunni í dag, og hafa síður á borð við streymisveiturnar Amazon Prime og Disney+ legið niðri hluta úr degi. Bilanirnar náðu einkum til austurstrandar Bandaríkjanna, en bilanatilkynningar hafa einnig borist frá notendum AWS frá öðrum heimsálfum.

Þjónustuver AWS sagðist vera að rannsaka málið, en AWS hýsir um þriðjung af vefsíðum heimsins. Hafði truflunin áhrif á heimasíður og vefþjónustur á borð við stefnumótaappið Tinder, League of Legends-tölvuleikinn, og tungumálaappið Duolingo.

 Hér má sjá upplýsingavefinn fyrir vefþjónustu Amazon.

mbl.is