„Ótrúlegar“ myndir af Júpíter

Mynd af plánetunni Júpíter sem var sett saman úr þó …
Mynd af plánetunni Júpíter sem var sett saman úr þó nokkrum ljósmyndum sem geimsjónaukinn tók. Ljósmynd/NASA/ESA/CSA/JUPITER ERS TEAM/JUDY SCHMIDT

Nýjar myndir af plánetunni Júpíter frá James Webb-geimsjónaukanum hafa verið birtar. Myndirnar voru teknar í júlí af þessari stærstu plánetu sólkerfisins.

Þar sjást segulljós, miklir stormar og hringir í kringum Júpíter í smáatriðum sem stjörnufræðingar segja „ótrúleg“, að sögn BBC.

„Við höfum aldrei séð Júpíter svona. Þetta er allt saman afar ótrúlegt,“ sagði stjörnufræðingurinn Imke de Pater sem starfar hjá Kaliforníu-háskóla.

„Við bjuggumst ekki því að þetta yrði svona gott, satt best að segja, sagði hann um myndirnar.

Innrauðar ljósmyndir af plánetunni voru litaðar til að sjónarspilið sæist betur.

Á myndinni sjást norður- og suðurljós Júpíters og einnig hringur …
Á myndinni sjást norður- og suðurljós Júpíters og einnig hringur um plánetuna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert