Öflug fluga í nýrri útgáfu

Frances Bead Head. Ný og skemmtileg útfærsla af þessari flugu …
Frances Bead Head. Ný og skemmtileg útfærsla af þessari flugu sem svo margir halda upp á. Ljósmynd/Veiðihornið

Fluga vikunnar fyrir lax er Frances Bead Head. Fluga vikunnar í síðustu viku var Black and Blue með kúluhaus.  Í þessari viku kynnum við hina mögnuðu Frances-flugu hnýtta á þríkrækju og þyngda með kúlu en nokkrar vel þekktar laxaflugur hafa verið útfærðar á þennan hátt í Veiðihorninu.

Í góðu veiðivatni það sem af er sumri hafa þessar flugur reynst afar vel. Þær sökkva örlítið undir vatnsfilmuna og hreyfast á annan hátt í vatni en hefðbundnar flugur.

Daddy Hog. Þurrfluga í stærri kantinum. Væri gaman að heyra …
Daddy Hog. Þurrfluga í stærri kantinum. Væri gaman að heyra tillögur að þýðingu á þessu nafni. Ljósmynd/Veiðihornið

Fluga vikunnar fyrir silung – mögnuð þurrfluga

Daddy Hog. Þessi frábæra þurrfluga hefur verið að gefa veiðimönnum góðan afla, allt frá því í Þorsteinsvík í Þingvallavatni í apríl. Daddy Hog er þurrfluga í stærri kantinum sem flýtur hátt og sést vel og því tilvalin fyrir þá veiðimenn sem eru að byrja sinn þurrfluguveiðiferil.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert