Sunray er fjölskylda frekar en fluga

Hér má sjá ýmsar útfærslur af Sunray túpum. Það sem …
Hér má sjá ýmsar útfærslur af Sunray túpum. Það sem einkennir þær þó allar er svartur vængurinn og svo er búið að útbúa margs konar afbrigði. Ljósmynd/Veiðihornið

Sunray er nafn sem flest allir fluguveiðimenn kannast við. Við vorum með frétt í gær að þetta væri mikil yfirburða fluga í Vopnafirðinum og raunar víðar, eins og í Miðfjarðará. en hvernig lítur hún út? Við leituðum til flugusérfræðings Sporðakasta, en það er Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu.

„Það er kannski ekki hægt að tala um Sunray sem flugu, heldur flugufjölskyldu því útfærslurnar eru svo margar. Þeirra vinsælastar eru líklega HKA Sunray, nefnd eftir Henrik Kassow Andersen sem hannaði hana en síðar var hún kölluð "Bismó." Skáskorinn Sunray er einnig afar vinsæll. Við gerðum svo okkar útfærslu, léttdressaða á tvíkrækju fyrir mörgum árum sem við kölluðum Shadow Light,“ sagði Óli í samtali við Sporðaköst.

Shadow Light tvíkrækjur sem Veiðihornið lét hanna fyrir sig. Svartur …
Shadow Light tvíkrækjur sem Veiðihornið lét hanna fyrir sig. Svartur vængurinn áberandi. Hér er á ferðinni spennandi fluga. Ljósmynd/Veiðihornið

Eins og sjá má af myndunum er bæði túpurnar og tvíkrækjurnar afskaplega misjafnar og jafnvel ólíkar. Það sem einkennir þær þó allar er langur svartur vængurinn.

En hvað gerir Sunray Shadow svo veiðna? Um það eru skiptar skoðanir. En hún er oft veidd með öðrum hætti en hefðbundnar flugur. Summir strippa hana ótrúlega hratt og fá þá viðbrögð. En þegar langur svartur vængurinn er kominn í vatn leggst hann og verður örmjór og langur. Hvort þetta er leikur hjá laxinum eða minning úr hafi er ekki gott að segja og skiptir kannski ekki öllu máli ef hann er að taka hana.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.
100 cm Nesveiðar Anna Margrét Kristinsdóttir 19. júlí 19.7.

Skoða meira