Ekta uppstúfur

Matarbloggið Eldhússögur eru með þeim vinsælli hérlendis og margir sækja þangað uppskriftir, hugmyndir og innblástur. Dröfn Vilhjálmsdóttir matgæðingur ræður þar ríkjum en hún deilir reglulega ljúffengum uppskriftum með lesendum Matarvefjar mbl.is. Á hennar heimili er alltaf boðið upp á hægeldað hangikjöt fyrir jólin – og að sjálfsögðu með silkimjúkum uppstúf!
1 kíló kartöflur

130 g smjör

8 msk. hveiti

1 lítri mjólk

1 msk. sykur

salt og pipar

múskat á hnífsoddi

Kartöflur soðnar, afhýddar og skornar í bita ef þær eru mjög stórar.
Smjörið brætt í potti, hveitinu hrært út í og látið malla í 1-2 mínútur við vægan hita.
Bakað upp með mjólkinni, kryddað með múskati, salti og pipar og sykri síðan bætt út í. Kartöflurnar látnar út í og látið malla í 5 mínútur við meðalhita.

Dröfn Vilhjálmsdóttir matarbloggari.
Dröfn Vilhjálmsdóttir matarbloggari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert