Lágkolvetnapítsa crossfit-kroppsins

Jakobína er grjóthörð í mataræðinu.
Jakobína er grjóthörð í mataræðinu.

Jakobína Jónsdóttir crossfit-þjálfari opnar í dag glæsilega crossfit-stöð út á Granda. 

Jakobína er vinsæll þjálfari og ekki síður afrekskona í eldhúsinu. Þegar hún ætlar að gera vel við sig skellir hún gjarnan í meatza sem er brauðlaus pítsa en hakkið myndar botn sem áleggið fer ofan á. Virkilega gott stöff. 

Kjötsa er brauðlaus pítsa. Jakobína hleður gjarnan girnilegu grænmeti á …
Kjötsa er brauðlaus pítsa. Jakobína hleður gjarnan girnilegu grænmeti á sína kjötsu. Kristinn Magnússon

Meatza (kjötsa)

1 pakki nautahakk (450 g sirka)
1 egg
2 msk. oregano
1 msk. basilika
1/3 tsk. salt
1/4 tsk. pipar
1 dós maukaðir tómatar (notaði frá Sollu)
½ dós tómatpúrra (notaði frá Sollu)

Álegg eftir smekk t.d.:
1 Paprika
1 pakki sveppir
1 laukur
10 stk. kirsuberjatómatar
1 poki mozzarella ostur, rifinn

Botninn

Nautahakki, eggi, oregano, basiliku, salti og pipar blandað vel saman í skál. Þjappað vel saman á ofnskúffu (gott að hafa bökunarpappír á ofnskúffunni) með skeið og útbúinn nokkuð þunnur og þéttur botn. Botninn er settur inn í 180 gráðu heitan ofn í 5-8 mínútur eða þar til hann er orðinn nokkuð brúnn en þá er hann tekinn út og mesti vökvinn tekinn af honum (gott að nota eldhúspappír).


Sósan
Maukuðum tómötum hellt í skál og smá tómatpúrru bætt við auk oregano, basiliku, salti og pipar. Öllu hrært saman og smakkað til.


Því næst er sósunni dreift vel yfir allan botninn og grænmeti eftir smekk. Ostinum er svo stráð yfir áleggið og í lokin er oregano stráð yfir ostinn. Bakað í aðrar 15 mínútur eða þar til osturinn er tekinn að gyllast og grænmetið orðið eldað.

Grandi101 er ný crossfit-stöð úti á Granda.
Grandi101 er ný crossfit-stöð úti á Granda.
Jakobína er með opnunarpartý í dag til kl. 15.
Jakobína er með opnunarpartý í dag til kl. 15.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert