Sumarlegt grillpartí í sumarbústað

Marineringin er ákaflega góð og hana má vel nota sem …
Marineringin er ákaflega góð og hana má vel nota sem sósu með réttinum. Hér er kjötið fyrir grillun en kjötið er aðeins grillað í um 2 mín á hvorri hlið. mbl.is/Tobba Marinós

Linda Björk Ingimarsdóttir, matgæðingur Matarvefjar mbl.is fór hamförum síðustu helgi. Þemað var léttir og sumarlegir grillréttir og ekki lét hún stoppa sig þótt tilfallandi hríð dyndi yfir meðan á eldamennskunni stóð. Réttirnir koma héðan og þaðan úr heiminum en eiga það allir sameiginlegt að vera í hollari kantinum og ákaflega bragðgóðir. Matarvefurinn laumaði sér í matarboðið og sannreyndi alla réttina sem færðu svo sannarlega sól og sumaryl í kroppinn.

Nautarúlluspjót með magnaðri marineringu

Marinering/sósa
200 ml sojasósa
1 msk. hrásykur
1-2 msk. sesamolía
1 rauðlaukur, saxaður eða raspaður
1 rautt chilli, fræhreinsað og saxað
½ bolli kóríander – í lokinn áður en umframsósan er sett á borð

Allt hrært saman. Látið standa uns hrásykurinn hefur leyst upp.

Rúllurnar

600 g nautalund eða innra læri, skorið í þunnar sneiðar
1 rauð paprika, skorin í þunnar lengjur
1 gul paprika, skorin í þunnar lengjur
1 græn paprika, skorin í þunnar lengjur
2 rauð chili, fræhreinsuð og skorin í þunnar lengjur. Ath., því minna sem chilíaldinið er því sterkara er það.

Grillpinnar eða spjót

Fletjið kjötsneiðarnar út með hamri ef þarf. Setjið einn strimil af hverju inn í rúlluna, rúllið kjötinu upp og þræðið upp á grillpinna eða spjót.

Penslið með marineringunni og látið standa í 30 mínútur.

Grillið í tvær mínútur á hvorri hlið.

Berið afganginn af marineringunni fram sem sósu til að dýfa í.

mbl.is/Tobba Marinós
Bakaðar kartöflur með fetaostasósu

Þessi sósa er algjört dúndur og hentar einnig vel sem köld grillsósa með mat eða sem ídýfa með grænmeti. En hér setjum við hana í bakaðar kartöflur.

6 vænar grillkartöflur,vel þvegnar
Salt
álpappír

Pakkið kartöflunum inn í álpappír með svolitlu salti. Saltið gerir hýðið stökkara og því bragðbetra. Grillið í sirka klukkustund eða þar til prjónn rennur í gegnum kartöfluna og hún er orðin mjúk í gegn.

Sósan
180 g grísk jógúrt
100 g sýrður rjómi
1 vorlaukur, saxaður
120 g hreinn fetostur (kubbur), mulinn
Salt og pipar eftir smekk

Öllu er hrært saman í skál.

mbl.is/Tobba Marinós


Hrísgrjónasalat með appelsínum, kóríander og granateplum

Þetta salat er einstaklega sumarlegt og gott. Það má vel bæta við baunum eða kjúklingi og nota það sem aðalrétt eða borða kalt salatið í hádeginu eftir.
1 bolli svört hrísgrjón frá Mr. Organic
1 og ½ appelsína
1 bolli kóríander, saxað
½ bolli ristaðar furuhnetur
2 vorlaukar, saxaðir
1 chilí, fræhreinsað og saxað
½ bolli granateplakjarnar

Sósa

¼ bolli ferskur lime-safi
3 msk. ólífuolía
1-2 msk. fiskisósa (fer eftir því hversu mikið salt þú vilt)

Hrísgrjónin eru soðin samkvæmt leiðbeiningum og sett til hliðar. Blandið öllum innihaldsefnunum í sósuna saman og látið til hliðar.

Appelsínan er skræld og reynt að nota aðeins ávaxtakjöt og losna við sem mest af hvíta hlutanum. Blandið hrísgrjónunum og öllum innihaldsefnum saman.

Hellið sósunni yfir og hrærið vandlega saman.

mbl.is/Tobba Marinós


Mojitó-marineraður ananas með jógúrtsósu

Þessi ananas er ákaflega góður bæði sem eftirréttur eða án jógúrtarinnar/íssins sem meðlæti með grillmat. Það má einnig skera hann í teninga og þræða upp á spjót og grilla - fullkomið meðlæti með grilluðum kjúklingi.

1 ferskur ananas, skrældur og skorinn í sneiðar
1 búnt mynta
1 dl hrásykur
1 dolla kókosjógúrt eða kókosís

Merjið sykurinn og myntuna í morteli.

Hellið marineringunni yfir ananasinn og látið marinerast við stofuhita í um klst.

Berið fram með kókosjógúrt eða kókosís.

Marineringin á nautakjötið.
Marineringin á nautakjötið. mbl.is/Tobba Marinós
mbl.is/Tobba Marinós
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert