Lífsbreytandi uppskrift Lenu Dunham

Þetta súkkulaði-kasjúsmjör minnir á Nutella en fer mun betur með ...
Þetta súkkulaði-kasjúsmjör minnir á Nutella en fer mun betur með kroppinn. mbl.is/Alex Lau

Lena Dunham tók mataræði sitt í gegn til að vinna með króníska sjúkdóminn legslímuflakk sem hún þjáist af. Bókin One part plant er í miklu uppáhaldi hjá henni en þaðan er þessi uppskrift komin en þetta súkkulaðismjör ku hafa auðveldað leikkonunni að halda sig við hollara mataræði. Bókin byggir á þeirri hugmyndafræði að borða eina máltíð á dag þar sem uppistaðan er úr plönturíkinu. Bókin er eftir Jessica Murnane sem hefur hlotið mikla hylli í Bandaríkjunum og víða um heim eftir að bókin kom út. Hér má lesa um breytt mataræði Lenu sem hefur grennst mikið síðustu mánuði án þess að ætla sér það.

Súkkulaði-kasjúsmjör
innihald – gerir um einn bolla

1½ bolli kasjúhnetur
¼ bolli ósæt möndlumjólk
3 msk. ósætt kakó 
3 msk. hreint maple-síróp
1/4 tsk. salt 

Hitið ofninn í 180 gráður og ristið hneturnar á ofnplötu í um 7-10 mínútur. Hrærið einu sinni á meðan þær bakast. Hneturnar eru tilbúnar þegar þær eru farnar að gyllast og gefa frá sér ilm. Kælið.
Setjið allt í matvinnsluvél og látið ganga uns kekkjalaust.

Geymist í 2 vikur í lofttæmdum umbúðum í kæli.

Lena Dunham er ein vinsælasta og áhrifamesta unga leikkonan í ...
Lena Dunham er ein vinsælasta og áhrifamesta unga leikkonan í dag en hún skrifaði og lék aðalhlutverkið í GIRLS.
Jessica Murnane er ákaflega vinsæl í Bandaríkjunum.
Jessica Murnane er ákaflega vinsæl í Bandaríkjunum. mbl.is/Jessica Murnane
mbl.is