Opnaðu vínflösku með skó

Ljósmynd: Skjáskot.

Það kannast sjálfsagt einhverjir við að vera komnir í útileguna og tilbúnir í trallið þegar í ljós kemur að tappatogarinn gleymdist heima. Yfirleitt er þá fari út í flóknar heimareddingar sem oftar en ekki stórskaða tappann en hér ætlum við að kenna ykkur að opna vínflösku á einfaldan hátt – með skónum þínum.

Myndbandið hér að neðan sýnir svo ekki verður um villst að þetta er vissulega hægt og er nokkuð einfalt að því virðist. Ekki kemur fram hvort það skipti máli hvernig skórinn er eða hvort það dugi að hann sé flatbotna (við reiknum með að hælaskór virki ekki).

Hverju sem því líður þá er þetta bráðsniðugt og mun redda einhverjum útilegum á næstunni.mbl.is