Ostakakan hans Steina er engri lík

Þessi slær alltaf í gegn uppi á Mogga.
Þessi slær alltaf í gegn uppi á Mogga. mbl.is/TM

Þessari uppskrift stálum við frá Þorsteini Ásgrímssyni aðstoðarfréttastjóra á mbl.is. Kremið er lykillinn að velgengni kökunnar sem prýðir oft fréttafundi á Mbl.is og tryggir þannig brosandi blaðamenn langt fram eftir degi. 

Með kökunni bauð Steini upp á hindber úr Garðabæ. Mikil natni og umhyggja við garðrækt skilar sér í einstaklega sætum og safaríkum berjum sem eru auðvitað handtínd.  

Ostakaka ala Steini

Botn:
250 g makkarónukökur grófmuldar
75 g brætt smjör (dreift jafnt yfir makkarónukökurnar) 

Fylling:
1/2 l þeyttur rjómi
300 g rjómaostur
200 g flórsykur
2 tsk. vanillusykur

Rjóminn er fyrst þeyttur og eftir það settur frá. Flórsykurinn, rjómaosturinn og vanillusykurinn eru þar næst þeyttir saman. Rjómanum er svo bætt út í og hrært saman. Þessu er svo hellt yfir botninn og jafnað vel út. Því næst er botninn frystur.  

Krem:
200 g suðusúkkulaði
3 msk. rjómi, brætt saman og kælt aðeins.
1 dós sýrður rjómi bætt út í og hrært vel.

Öllu er þar næst hellt yfir frosna botninn.
 Skreytt með jarðarberjum. 
Hindberin eru úr Garðabæ en Þorsteinn kemur daglega með stórt ...
Hindberin eru úr Garðabæ en Þorsteinn kemur daglega með stórt box í vinnuna. mbl.is/TM
Sýrði rjóminn í súkkulaðikreminu er algjört dúndur.
Sýrði rjóminn í súkkulaðikreminu er algjört dúndur. mbl.is/TM
mbl.is