Vígði nýju KitchenAid vélina með geggjaðri gulrótarköku

Kakan er að sögn Drafnar bæði dúnmjúk og safarík sem …
Kakan er að sögn Drafnar bæði dúnmjúk og safarík sem er ákaflega einfalt að baka. mbl.is/Eldhússögur

Dröfn Vilhjálmsdóttir á Eldhússögum deildi þessari uppskrift af gulrótarköku sem hún segir að sé bráðauðveld og algjörlega skotheld. Kakan var bökuð í tilefni þess að ný KitchenAid vél kom á heimilið en Dröfn var lengi búin að velta litnum fyrir sér. Að lokum valdi hún lit sem heitir Pistasía og það verður að segjast eins og er að hann er rosalega fallegur; mildur en samt rosalega áhrifamikill.

Við óskum Dröfn að sjálfsögðu til hamingju með nýju vélina og hlökkum til með að fylgjast með bakstrinum hjá henni. Hér er uppskriftin og við biðjum ykkur að sjálfsögðu um að gefa henni stjörnur þegar þið prófið hana.

Það er ekkert að þessum bita.
Það er ekkert að þessum bita. mbl.is/Eldhússögur

Gulrótarkaka Drafnar

  • 150 g gulrætur, rifnar
  • ca 70 g maukaður ananas (án vökva)
  • 4 egg
  • 4 dl sykur
  • 2 dl matarolía
  • 1 msk lyftiduft
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2 tsk kanill
  • 4 dl hveiti

Rjómaostakrem

  • 200 g rjómaostur
  • 100 g smjör, við stofuhita
  • 4 dl flórsykur

Aðferð:

Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Egg og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst. Þá er matarolíu, rifnum gulrótum og maukuðum ananas bætt út í. Því næst er lyftidufti, vanillusykri, kanil og hveiti bætt út í og hrært þar til deigið er slétt. Þá er deiginu hellt í smurt form ( ca. 30 cm x 25 cm eða hringlaga form), klætt bökunarpappír. Kakan er bökuð við 180 gráður neðarlega í ofninum í ca. 40-45 mínútur. Kakan er kæld áður en kremið er sett á.

Rjómaostakrem: öllum hráefnunum er hrært saman þar til kremið verður létt og ljóst. Kremið er sett á kalda kökuna.

KitchenAid vélin sem varð fyrir valinu.
KitchenAid vélin sem varð fyrir valinu. mbl.is/Eldhússögur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert