Marokkóskar kjötbollur slá þær ítölsku út

Þessar dúllur glöddu sannarlega gesti.
Þessar dúllur glöddu sannarlega gesti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og lesendum Matarvefsins er væntanlega orðið kunnugt elska ég og heimilisfólk mitt kjötbollur. Hingað til hafa þær ítölsku átt hug minn, kvið og hjarta en ég verð að segja að þessar bollur eru jafnvel betri! Það þarf nefnilega ekki nema nokkrar nýjar kryddtegundir til að hressa tilveruna við. Heilt matarboð stundi af ánægju og dóttir mín borðaði á sig gat! Algjör negla.

Ég bar bollurnar fram með marokkóskri sósu sem ég eldaði í steypujárnspotti og setti svo bollurnar út í og bar fram með hrísgrjónum og salati. Jógúrtsósan ljúfa fékk einnig að fljóta með.

Framandi kjötbollur sem bragð er að 

1 stór laukur, smátt saxaður
800 g nautahakk 
3 msk furuhnetur, saxaðar 
1 stórt egg 
1 hvítlaukur, marinn (rifjalaus)
2 msk blautt brauð, saxað (gerir bollurnar léttari)
1/2 tsk pipar
1 tsk salt 
2 msk Baharat (kjötbollukrydd frá Krydd- og tehúsinu)
1 msk söxuð steinselja 
1 msk saxað kóríander (eða minta) - má sleppa 

Setjið allt hráefnið saman í skál og vinnið saman með höndunum. 
Látið blönduna standa í 1-2 klst í kæli ef möguleiki.
Gerið litlar bollur með skeið og raðið á bökunarpappírsklædda plötu. Bakið boll­urn­ar í miðjum ofni á 180 gráðum í 15-20 mín­út­ur, eft­ir stærð. Það má einnig steikja þær upp úr olíu á pönnu. 

Marokkósk tómatsósa - hreinn unaður 

1 laukur, saxaður
3 msk olía
1 hvítlaukur, marinn 
3 ferskir tómatar, saxaðir 
1 dós hakkaðir tómatar 
1 dós tómatpúrra 
1 tsk hunang 
1 msk marokkóskt fiskikrydd (fæst í Krydd- og tehúsinu)

Mýkið lauk og hvítlauk við miðlungshita í olíunni.
Því næst fara öll hin hráefnin saman við og látið malla í 20 mín. við miðlungshita.

Ekki skemmir fyrir að austurlensk matargerð er mjög holl, enginn …
Ekki skemmir fyrir að austurlensk matargerð er mjög holl, enginn rjómi eða sykur og mikið af skemmtilegum kryddum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is