Vel heppnaðar breytingar á Rústik

Barinn er glæsilegur.
Barinn er glæsilegur. Haraldur Jónasson / Hari

Matgæðingar landsins geta glaðst því nýverið opnaði veitingastaðurinn Rústik við Ingólfstórg þar sem Uno var áður til húsa. Búið er að breyta húsnæðinu verulega sem heppnaðist afar vel en það voru hjónin Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir, eigendur Haf-studio, sem sáu um hönnunina. 

Staðurinn er í einu elsta og fallegasta húsi miðborgarinnar. Á Rústik er lagt upp með gott andrúmsloft, góðan mat, glæsilegan bar, úrval kokteila og kampavína.

Jafnframt er boðið upp á Happy hour á hverjum degi frá 15-18.

Matseðillinn byggist upp á íslensku hráefni, þar sem lambakjöt, sjávarfang, humar og smælki eru í aðalhlutverki. Maturinn er borinn fram í pönnum sem eru ætlaðar til að deila kræsingunum.

Ekki hefur verið mikið um svokallaða deilikosti á almennum matseðlum hér á landi en víða erlendis er þetta afar vinsælt enda býður það upp á skemmtilega stemningu.

Rústik er í samstarfi við Icelandic Lamb og Eymund Magnússon sem stundar lífrænan búskap og tryggir að grænmetið er alltaf brakandi ferskt.

Við hvetjum því sem flesta til að prófa enda alltaf nauðsynlegt að prófa eitthvað nýtt. 

Staðurinn er opinn og skemmtilegur.
Staðurinn er opinn og skemmtilegur. Haraldur Jónasson / Hari
Staðurinn kemur virkilega vel út.
Staðurinn kemur virkilega vel út. Haraldur Jónasson / Hari
Veitingastaðurinn Rústik
Veitingastaðurinn Rústik Haraldur Jónasson / Hari
Klæðningin utan á barnum kemur virkilega vel út.
Klæðningin utan á barnum kemur virkilega vel út. Haraldur Jónasson / Hari
Úrvalið á barnum er gott.
Úrvalið á barnum er gott. Haraldur Jónasson / Hari
Grænu flísarnar eru æðislegar.
Grænu flísarnar eru æðislegar. Haraldur Jónasson / Hari
Eldhúsið er glæsilegt.
Eldhúsið er glæsilegt. Haraldur Jónasson / Hari
Hér sést inn í eldhúsið.
Hér sést inn í eldhúsið. Haraldur Jónasson / Hari
Íslenska sauðkindin er í öndvegi á matseðlinum.
Íslenska sauðkindin er í öndvegi á matseðlinum. Haraldur Jónasson / Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert