Keto-kjúklinga- og beikonréttur

Í þessari uppskrift er um hátt hlutfall fitu og próteina …
Í þessari uppskrift er um hátt hlutfall fitu og próteina að ræða en lágt kolvetnismagn. mbl.is/wholesomeyum.com

Keto-mataræði nýtur mikilla vinsælda sem stendur en Keto stendur fyrir lágkolvetna mataræði með mjög lágu kolvetnainnihaldi. Orðið keto er dregið af orðinu ketogenic sem er notað til að lýsa því ástandi þegar líkaminn er að nota sinn eigin fituforða sem orkugjafa. 

Þessi réttur er einfaldur og góður en það mætti vel bæta við spergilkáli og breyta um sósu ef vill. Berið ofnréttinn fram með góðu og frumlegu salati.

900 g kjúklingabringur, eldaðar og kryddaðar eftir smekk (rifnar eða í bitum)
8 sneiðar beikon, steiktar og í bitum
450 spínat 
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
3/4 bolli Ranch dressing (keypt tilbúin)
1 bolli mozarella-ostur, rifinn 
1 bolli cheddar-ostur, rifinn

Stillið ofninn á 190 gráður. 
Hrærið saman kjúklingnum, beikonbitum, spínati, hvítlauk, sósu og helmingnum af ostinum. Blandið vel saman. Hellið í eldfast mót og hellið afganginum af ostinum yfir. 

Bakið í 15 mínútur þar til osturinn er orðin gylltur og rétturinn vel heitur í gegn.

Uppskriftin er fengin frá wholesomeyum.com

mbl.is