Pasta í parmesanrjómasósu með hráskinku, mozzarella og basiliku

mbl.is/Svava Gunnars

Það vita flestir matgæðingar að nauðsynlegt er að trappa sig rólega niður eftir páskafríið. Því er gott að staldra aðeins við á Ítalíu og fá sér smá gourmet pasta með parmesan og hráskinku. Því þó að fríið sé búið þá er fram undan hið æsispennandi tímabil fjögurra daga vinnuviknanna þannig að njótið vel.

Það er meistari Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit sem á heiðurinn að þessari ljúffengu uppskrift.

Pasta í parmesanrjómasósu með hráskinku, mozzarella og basiliku

Uppskrift fyrir 4-5

  • ca 300 g pasta (ósoðið)
  • ca 1 dl rjómi
  • ca 2 dl rifinn parmesan
  • salt og pipar
  • ferskur mozzarella, rifinn sundur í smærri bita
  • hráskinka
  • fersk basilika
  • furuhnetur, þurrristaðar
Aðferð: Sjóðið pastaskrúfur í söltu vatni, eftir leiðbeiningum á pakkningu. Takið frá ca. 1/2 dl af pastavatninu áður en því er hellt af pastanu. Setjið pastað aftur í pottinn og bætið rjóma og rifnum parmesan saman við. Kryddið með salti og pipar. Setjið mozzarella, hráskinku og ferska basiliku saman við. Stráið ristuðum furuhnetum yfir áður en rétturinn er borinn fram. Berið fram með pipar og auka parmesan-osti.
Einstaklega girnilegt pasta.
Einstaklega girnilegt pasta. mbl.is/Svava Gunnars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert