Framúrskarandi kjúklingaréttur sem ærir bragðlaukana

mbl.is/Food52

Kjúklingur stendur alltaf fyrir sínu enda elska hann flestir - jafnt ungir sem aldnir. Sé hann marineraður eftir kúnstarinnar reglum á hann það til að stökkbreytast úr gómsætum yfir í stórkostlegan. Það er einmitt tilfellið í þessari uppskrift en við hvetjum ykkur til að leyfa að marineringunni að malla eins lengi og kostur er.

Framúrskarandi kjúklingaréttur sem ærir bragðlaukana

  • 400 g kjúklingabaunir
  • 800 g kartöflur
  • 1 hvítlaukur, tekinn í sundur og skrældur
  • 8 kjúklingalæri

Marinering

  • 1 msk ólífuolía
  • 2-3 sítrónur
  • 1 1/2 tsk púðursykur
  • 1 msk majónes
  • 1 msk súrmjólk
  • 1 tsk harissa mauk
  • 1/2 tsk chiliflögur
  • 1 msk tómatmauk
  • 1 msk soya sósa
  • salt og pipar eftir smekk

Borið fram:

  • 2 msk ristuð cuminfræ
  • 80 gr saxað kóríander
  • 300 ml grísk jógúrt

Aðferð:

  1. Skolið kjúklingabaunirnar. Skrælið kartöflurnar og skerið þær í tvennt ef þær eru stórar.
  2. Kreystið eins mikinn safa úr sítrónunum og þið getið. Blandið marineringarhráefnunum saman í skál. Kryddið eftir smekk.
  3. Setjið kjúklinginn, kjúklingabaunirnar, kartöflurnar og hvítlaukinn í stóran poka og hellið marineringunni saman við. Setjið í skál og inn í kæli. Látið marinerast sem lengst - helst í heilan dag. Snúið pokanum reglulega við.
  4. Klukkutíma fyrir kvöldmat skaltu hita ofninn upp í 200 gráður. Settu innihald pokans í ofnfast mót og kryddaðu með salti og pipar. Settu álpappír yfir og bakaðu í 1 klukkustund. Taktu þá álpappírinn af og bakaðu í 15 mínútur til viðbótar eða þar til húðin á kjúklingnum er orðin stökk og kartöflurnar líka.
  5. Takið úr ofninum og stráið cumin fræjum og kóríander yfir.
  6. Berið fram með grískri jógúrt.
mbl.is/Food52
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert