Pulled “pork” taco með ananas salsa

mbl.is/Linda Ben

Við erum alltaf spennt fyrir nýjungum og hér er Linda Ben að prófa eitthvað sem margur hefði haldið að væri snargalið en er það bara alls ekki.

„Þegar ég var byrjuð að borða, varð ég fyrir smá sjokki og tók umbúðirnar upp úr ruslinu til þess að lesa á þær vegna þess að ég hreinlega trúði því ekki að það sem ég væri að borða væri ekki úr kjöti, segir Linda Ben um þessa uppskrift en hún notaði "pulled Vego BBQ" í staðinn fyrir hefðbundið svínakjöt.

„Það er ótrúlegt hvernig þeir sem framleiða þetta vegan kjöt fara að því að búa til þetta góða bragð og áferð sem er í alvörunni eins og ekta kjöt! Þeir eiga skilið verðlaun ef þú spyrð mig," segir Linda og er hæstánægð með útkomuna. 

Pulled “pork” taco með ananas salsa

  • Anamma Pulled Vego BBQ
  • Vefjur
  • 1 dl vegan bbq sósa
  • 1 lítill ananas
  • 1 rauð paprika
  • ½ rauðlaukur
  • 1 lúka ferskt kóríander
  • safi úr ½ lime
  • 3 msk vegan majónes
  • 1 msk sriracha sósa
  • 1 tsk karrý

Aðferð:

  1. Setjið "kjötið" í pott ásamt bbq sósu og hitið á meðal hita, hrærið reglulega en varlega í pottinum.
  2. Á meðan það er að hitna í pottinum, útbúið þá salsað. Ananasinn er flysjaður og kjarnhreinsaður, kjötið er svo skorið í litla bita. Skerið paprikuna, rauðlaukinn og kóríanderið smátt niður, blandið saman í skál og kreystið hálfa lime yfir.
  3. Til að gera sósuna þá blandiði saman vegan majónesi, sriracha sósu og karrý í skál.
  4. Raðið svo Pulled Vego BBQ á vefjuna ásamt ananas salsanu og sósunni, skreytið með kóríanderlaufum og lime sneiðum.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert