Vikumatseðill Lindu Ben

Linda er ein af fáum sem er ekkert sérstaklega hrifin …
Linda er ein af fáum sem er ekkert sérstaklega hrifin af beikoni. Hún hyggst vefja sína bringu í parmaskinku. mbl.is/Closet Cooking

Linda Ben er mikill matgæðingur og því fengum við hana til að setja saman sinn vikumatseðil eins og henni einni er lagið. Þar kennir ýmissa grasa og ekki laust við að Nigella nokkur Lawson leiki stórt hlutverk í seðlinum. En bragðgóður er hann, fjölbreyttur og hrikalega spennandi. 

Mánudagur:

„Strákurinn minn er mjög mikill aðdáandi fisks og þá sérstaklega plokkfisks. Ég get því alltaf verið viss um að hann borðar extra vel þegar plokkfiskur er í matinn.“

Þriðjudagur:

„Þetta er mjög einfaldur kjúklingaréttur sem öll fjölskyldan elskar.“

Miðvikudagur:

„Það jafnast ekkert á við gott pasta, einfalt að elda og notalegt að borða. Ég hef ekki notast mikið við ansjósur í matargerð áður en ef einhver getur gert þær góðar þá hlýtur það að vera Nigella.“

Fimmtudagur: 

„Ég reyni að hafa lax sem oftast í matinn, hann er svo hollur og alltaf góður. Ég elska allar uppskriftir sem eru einfaldar, fljótlegar og bragðgóðar, fyrir mér er matargerð best akkúrat þannig. Þessi karamellu sósa með laxinum hljómar alveg einum of vel!“

Föstudagur:

„Það er alltaf gaman að smakka nýja og öðruvísi hamborgara. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að prófa að elda eitthvað nýtt, þeir eru líka bara svo fallegir svo þessi uppskrift heillar mig upp úr skónum.“

Laugardagur: 

„Þessi pizza er rosaleg! Ekta matur sem maður smellir í þegar maður vill gera vel við sig og njóta í botn.“ 

Sunnudagur:

„Þetta er uppskrift að mínu skapi. Einfaldleikinn upp málaður en hvert hráefni leikur stórt hlutverk. Ég er reyndar enginn beikon manneskja (minn helsti galli segja sumir) svo ég myndi setja hráskinku utan um mína bringu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert