Vöfflujárn fyrir Star Wars nörda

Þetta forláta vöfflujárn gerir vöfflur sem eru í laginu eins ...
Þetta forláta vöfflujárn gerir vöfflur sem eru í laginu eins og Millenium Falcon geimskipið. mbl.is/boxlunch

Star Wars nördar (hér eigum við aðallega við starfsmenn matarvefsins) geta nú hoppað hæð sína af gleði því á dögunum rákumst við á þetta forláta vöfflujárn. Járnið er ekkert venjulegt vöfflujárn, heldur er það í laginu eins og Millenium Falcon, geimskipið sögufræga úr Star Wars sem flogið var stjarna á milli af þeim félögum Han Solo og Chewbacca. Vöfflujárnið má nálgast á vefsíðunni Box Lunch og var á 20% afslætti síðast þegar við athuguðum.

Ekki nóg með að vöfflujárnið sé svona skemmtilegt í laginu, og yrði að sjálfsögðu hin mesta prýði í eldhúsum Star Wars aðdáenda, heldur gerir hún líka vöfflur sem verða í laginu eins og geimskipið. Það verða því ljúfir sunnudagsmorgnarnir framundan með Millenium Falcon vöfflu undir tönn.

Það verða ljúfir sunnudagsmorgnarnir framundan með Millenium Falcon vöfflu undir ...
Það verða ljúfir sunnudagsmorgnarnir framundan með Millenium Falcon vöfflu undir tönn. mbl.is/boxlunch
Þetta vöfflujárn er ekkert venjulegt vöfflujárn. Það veit sérhvert nörd.
Þetta vöfflujárn er ekkert venjulegt vöfflujárn. Það veit sérhvert nörd. mbl.is/boxlunch
mbl.is