Enn snargalnir í grænan

mbl.is/LittleGreene

Ekkert lát virðist vera á vinsældum græna litarins sem tröllríður tískublöðum og hefur gert undanfarin misseri. Hvort kenna megi Pantone-litaspekúlöntunum um það eða þakka skal ósagt látið en græna bylgjan er sannarlega að hreyfa við mörgum. 

Það skemmtilega er að enginn grænn tónn er skilinn út undan eins og gerst hefur með bleika litinn þar sem antíkbleiki og fölbleiki njóta mikilla vinsælda á meðan Barbie- og tyggjóbleikir tónar þykja alls ekki málið. 

Hér gefur að líta grænar eldhúsútfærslur frá Little Greene en hægt er að skoða enn fleiri útfærslur HÉR.

Ótrúlega falleg og djörf litasamsetning.
Ótrúlega falleg og djörf litasamsetning. mbl.is/LittleGreene
Þvílík borðstofa, hér ríkir gleðin.
Þvílík borðstofa, hér ríkir gleðin. mbl.is/LittleGreene
Hressandi myntugrænir veggir.
Hressandi myntugrænir veggir. mbl.is/LittleGreene
Hér erum við komin út í mosagræna tóna.
Hér erum við komin út í mosagræna tóna. mbl.is/LittleGreene
mbl.is