Girnilegasta kjúklingasalatið á Netinu í dag

Girnilegur rósmarínkjúklingur með beikoni og avocado-salati.
Girnilegur rósmarínkjúklingur með beikoni og avocado-salati. mbl.is/HowSweetEats

Þetta má ekki fram hjá þér fara! Kjúklingasalat með beikon og avocado, toppað með dressingu sem fær þig til að gleyma.

Rósmarínkjúklingur með beikoni og avocado-salati

 • 4 sneiðar beikon
 • 2 kjúklingabringur
 • Salt og pipar
 • 1 msk. ólífuolía
 • 2 msk. ferskt rósmarín
 • Salat að eigin vali
 • Rucola
 • 1 bolli cherry-tómatar, skornir til helminga
 • 1 stór avocado, skorinn í þunnar sneiðar

Rósmarín-dressing:

 • 2 tsk. dijon-sinnep
 • ¼ bolli ólífuolía
 • ¼ bolli rauðvínsedik
 • 1 tsk. ferskt rósmarín
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Rósmarín-dressing: Pískið saman sinnepi, olíu og rauðvínsediki. Blandið rósmarín ásamt salti og pipar út í og smakkið til. 
 2. Hitið pönnu á meðalhita og steikið beikonið. Takið beikonið af pönnunni, leggið á eldhúspappír og leyfið fitunni að leka af.
 3. Kryddið kjúklinginn með salti, pipar og rósmarín. Eldið bringurnar á sömu pönnu og beikonið þar til hann er fulleldaður.
 4. Blandið saman salatinu, skerið kjúklinginn í sneiðar ásamt beikoni og avocado. Dreifið rósmarín-dressingunni yfir og berið fram.
mbl.is/HowSweetEats
mbl.is/HowSweetEats
mbl.is/HowSweetEats
mbl.is