Töfralausnir með tannkremi og matarsóda

Við elskum einfaldar lausnir og þá sérstaklega þær sem krefjast ekki mikils tíma eða peninga. Hér eru nokkur ráð þar sem tannkrem og matarsódi koma við sögu – eitthvað sem er alltaf til í skúffunum heima.

  • Ef skartgripirnir eru hættir að glansa eins og nýkeyptir þá er upplagt að nudda þeim upp úr tannkremi, skola svo vel á eftir og þurrka með hreinum klút.
  • Hafa litlir snillingar sett listaverk á viðarskenkinn eða á borðið heima fyrir? Engar áhyggjur, því tannkrem mun eyða því eins og skot því það virkar svo vel á viðarmublur.
  • Fjarlægðu súra lykt úr strigaskóm sem þú hefur notað í síðustu hundrað zumba tíma með því að strá matarsóda inn í þá – bara muna að dusta úr þeim aftur.
  • Þegar morgunbollinn skilur eftir sig rönd eftir kaffið, þá kemur tannkremið að góðum notum.
  • Nuddaðu blöndunartækin upp úr tannkremi og þau verða skínandi hrein.
  • Þegar heilu listaverkin eftir elsku börnin skreyta orðið nýmáluðu veggina þá má auðveldlega skrúbba það af með rökum svampi og matarsóda.
  • Ef hundabælið er orðið pínu „súrt“, þá kemur matarsódinn aftur sterkur inn. Einfaldlega  að strá matarsódanum á púðann og láta hann bíða í 15 mínútur áður en þú ryksugar hann af.
  • Eru fastir blettir í skurðarbrettinu? Þá er einfalt ráð að nudda það með sítrónu og þeir sem vilja stíga skrefinu lengra skella smá salti og matarsóda áður en brettið er nuddað með sítrónunni.
  • Fáðu strigaskóna til að verða eins og nýja með því að bursta þá með tannkremi – það virkar á tennurnar og af hverju ekki á skónna líka.
Skrautleg listaverk má þrífa með blautum svampi og matarsóda.
Skrautleg listaverk má þrífa með blautum svampi og matarsóda. mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert