Chido opnaður með látum í Vesturbænum

mbl.is/aðsend mynd

Í dag verður mexíkóski veitingastaðurinn Chido opnaður á Ægisíðunni og ættu Vesturbæingar að geta tekið gleði sína á ný en ansi tómlegt hefur verið frá því að Borðið lagði upp laupana fyrr í sumar.

Fyrstu 107 viðskiptavinirnir fá sína burrito ókeypis en veittur verður 50% afsláttur af öllum réttum á matseðli opnunarkvöldið auk þess sem ýmis tilboð verða í gangi alla helgina.

mbl.is