Grillaðar pestó-rækjur með ananassalsa

mbl.is/TheFoodClub

Við erum öll að reyna halda aðeins í sumarið sem kom aðeins of seint í ár, en kom þó blessunarlega í kortér. Þessi réttur er alveg í þeim anda og er tilvalinn sem forréttur. Ef hugurinn er ekki hjá rækjunum þá má auðveldlega skipta þeim út fyrir annan fisk eða kjúkling.

Grillaðar pestó-rækjur með ananassalsa (forréttur fyrir 4)

  • 500 g rækjur
  • 4-5 msk. grænt pestó
  • 8 grillspjót

Salsa:

  • ½ ananas
  • 1 rauðlaukur
  • 1 rauð papríka
  • 1 búnt kóríander
  • ½ - 1 rautt chili
  • Safi úr einni lime
  • 1 msk. dökk sesamolía
  • Salt

Aðferð:

  1. Veltið rækjunum upp úr pestó og setjið upp á grillspjót. Grillið rækjurnar í 2 mínútur á hvorri hlið.
  2. Skerið ananasinn í litla teninga og setjið í skál. Fínsaxið rauðlauk, papriku, kóríander og chili og blandið saman við ananasinn. Pressið lime-safann yfir og bætið við sesamolíu. Smakkið til með salti.
  3. Berið rækjurnar fram með ananassalsa.
mbl.is/TheFoodClub
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert