Fimm góð ráð fyrir lítil eldhús

Gott skipulag í litlum eldhúsum getur skipt höfuðmáli.
Gott skipulag í litlum eldhúsum getur skipt höfuðmáli. mbl.is/Iben Alhberg

Okkur dreymir kannski um stór eldhús þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja. En raunveruleikinn er ekki alltaf þannig. Lítil eldhús geta líka verið ansi kósí ef haldið er rétt á spöðunum, því ekkert á að stoppa góða vini heima í mat og drykk.

  1. Hugsaðu eldhúsið sem marga litla kubba en ekki sem ákveðinn fermetra. Gott er að nota háa skápa og jafnvel sökkul-skúffur til að fá sem mest út úr plássinu.
  2. Taktu til í skápum og skúffum og losaðu þig við hluti sem þú notar aldrei eða sjaldan. Settu skipulag á skápana og reyndu að halda matvörum saman og tækjum saman.
  3. Reyndu að hafa sem minnst á borðplötunni til að minnka „drasl“-áhrifin. Eins ef þú nærð að halda einum vegg alveg hreinum, án nokkurs skrauts, þá mun það fá eldhúsið til að virka stærra.
  4. Hugsaðu um praktísku hlutina, eins og stóla sem hægt er að brjóta saman, staflanlegar skálar og gegnsæ box sem auðvelda hvað er hvar.
  5. Nýttu einnig skápaplássið sem best. Skoðaðu hvort þú komir ekki fyrir aukahillum í skápunum ef þeir eru stórir eða djúpir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert