Ruglað góð panini-samloka

Girnilegasta samlokan er fundin!
Girnilegasta samlokan er fundin! mbl.is/Erika Lapresto

Það eru eflaust fleiri en við sem eiga erfitt með að standast girnilegar samlokur. Hér kemur ein löðrandi girnileg með grænkáli og nóg af osti.

Ruglað góð panini-samloka

 • 1 búnt grænkál
 • 1 bolli fersk basilika
 • ½ bolli ólífuolía (og aðeins meira til að pensla brauðið)
 • ¼ bolli nýrifinn parmesan
 • ¼ bolli valhnetur
 • 1 hvítlauksrif
 • Sjávarsalt
 • Ciabatta-brauð eða focaccia
 • Kalkúna- eða kjúklingabringa
 • 1 stór tómatur, skorinn í sneiðar
 • Mozzarella-ostur, skorinn í sneiðar

Aðferð:

 1. Setjið grænkál, basiliku og ólífuolíu í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið við parmesan, valhnetum, hvítlauk og salti og blandið saman við.
 2. Smyrjið grænkálsblöndunni á brauðið og raðið kalkúnasneiðum, tómötum og mozzarella ofan á. Penslið brauðið með ólífuolíu.
 3. Hitið samlokugrill og setjið samlokuna þar á, þrýstið léttilega ofan á til að hún klappist betur saman. Samlokan er tilbúin þegar hún er orðin gyllt á lit og osturinn bráðnaður.
mbl.is
Loka