Hvað inniheldur brauðið mikinn sykur?

Brauð getur verið hreinasta sælgæti - bókstaflega. Oftast getum við lesið á umbúðirnar hversu mikinn sykur er að finna í því en stundum er það bara alls ekki hægt. Þá er gott að kunna þetta ráð sem klikkar aldrei. 

Ristaðu brauðið og sjáðu hvað það tekur langan tíma. Hvítt brauð ristast vel á stuttum tíma á meðan gróft hollustubrauð ristast bara nánast ekki neitt. Það er vegna þess að sykrurnar í brauðinu brúnast við hitann og eru megin orsök þess að brauðið verður brúnt og stökkt. 

Að sama skapi eru unnendur hollustubrauða oft töluvert lengi að rista sitt brauð og dæmi eru um að það þurfi tvo til þrjá umganga í brauðristinni áður en ásættanlegum árangri er náð. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is