Vikumatseðill Sigríðar Elvu

Fjölmiðlakonan og græjusérfræðingurinn Sigríður Elva Viljhjálmsdóttir er með afar vandaðan en um leið furðulegan matarsmekk. Majónes er einn af máttarstólpum mataræðis hennar og hún þykir afbragðs kokkur - þá ekki síst er kemur að exótískum mat. 

Við fengum hana til að setja saman vikumatseðil fyrir lesendur Matarvefsins og eins og við var að búast kennir þar ýmissa grasa...

Mánudagur

Til að rétta sig af eftir helgina er gott að halda sig á heilsusamlegu nótunum. Blómkál tikkar í það box og tahini jógúrt sósan djúsar réttinn upp fyrir meinlæta megrunarflokkinn.

Þriðjudagur

Ég er að reyna að borða meira vegan, og þetta virkar verulega girnilegt. Ég myndi þó líklega freistast til að bæta við pikkluðum jalapeno og chili mæjó.

Miðvikudagur

Þegar komið er fram á miðja vinnuviku fer yfirleitt að halla undan fæti í heilsupælingunum. Einföld kolvetni og bræddur ostur? Já takk!

Fimmtudagur

Ég geri mér grein fyrir því að maður á ekki að segja svona upphátt en ég á það til að fá mér brauðrétti í kvöldmat. Þetta hlýtur að vera gjaldgengt sem kvöldmatur líka….

Föstudagur

Pizza, að sjálfsögðu á föstudögum. Ég er algjörlega ástfangin af Sikiley, og þar sem þessi er bæði innblásin af þeim dásemdarstað og toppuð með bernaise getur hún tæplega klikkað.

Laugardagur

Sunnudagur

Mér er almennt meinilla við hnetusteikur, sem eru fyrir einhvern undarlegan misskilning orðinn hátíðarmatur þó þær séu meira í ætt við svikinn héra. Þessi virkar samt sem verðug sunnudagssteik.

Sigríður Elva hefur jafnframt gaman að hraðskreiðum bílum.
Sigríður Elva hefur jafnframt gaman að hraðskreiðum bílum. mbl.is/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert