Amerískur óþarfi eða algjör snilld?

mbl.is/Egglettes

Ert þú ein af þessum manneskjum sem átt í mesta basli með að sjóða hrísgrjón, skrúfa frá krananum eða vita hvernig ísskápur virkar?

Þá er þetta græjan fyrir þig. Akkrúrrat núna er þessi græja mikið auglýst í Bandaríkjunum sem nauðsynlegt hjálpartæki í eldhúsinu. Markhópurinn er fólk sem kann ekki að sjóða egg. 

Um er að ræða plastgræju sem er nokkurs konar eggjasuðuhylki. Hljómar snargalið en einhverjir eru að fjárfesta í græjunni og hver elskar ekki amerískan óþarfa?

Græjan sýnir það og sannar að enn er ekki búið að finna allt upp í eldhúsinu eins og einhver óttaðist og endalaust er hægt að finna upp nýjan óþarfa... eða hvað?

Hægt er að kaupa græjuna HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert