Keypti kampavínsflösku á 5 milljónir

mbl.is/skjáskot af YouTube

Ekki er öll vitleysan eins. Þessi snillingur ákvað að splæsa í 6 lítra kampavínsflösku á Ibiza enda klárlega kóngurinn á svæðinu.

Ekki fór þó allt eins og hann hafði hugsað sér en sagan segir að hann hafi eytt rúmum fimm milljónum í flöskuna góðu. Við setjum þó fyrirvara við þá upphæð nema um þeim mun dýrari klúbb hafi verið að ræða en eitt er víst: Maður fór á bar - maður eyddi fullt af peningum í kampavínsflösku - maður fór næstum því að gráta. 

mbl.is