IKEA-kjötbollurnar fá harða samkeppni

mbl.is/IKEA

Hinar ógnarvinsælu sænsku kjötbollur sem fást í IKEA eiga von á harðri samkeppni því fyrirtækið tilkynnti á dögunum að von væri á nýjum bollum á veitingastaði verslunarinnar, svokölluðum laxabollum (e. salmon eatballs).

Bollurnar verða búnar til úr ASC-vottuðum laxi sem blandað er við vottaðan þorsk. Bollurnar verða kryddaðar með þangi og sítrónugrasi og á bragðið að vera nokkurs konar óður til norðursins. Að sögn forsvarsmanna IKEA er fyrirtækið sérstaklega ánægt með þessa nýju vöru þar sem kolvetnisfótspor hennar sé sjö sinnum minna en hjá hefðbundnum kjötbollum. 

Bollurnar hafa fengið góðar viðtökur og neytendur almennt ánægðir með að fá vistvænni valkost. Einnig stendur til að bjóða upp á fleiri útgáfur af hinni hefðbundnu kjötbollu sem henti fólki með ólíkar matarþarfir á borð vð grænmetisætur. 

Bollurnar verða í fyrstu eingöngu á boðstólnum í Bandaríkjunum en það ætti að breytast fljótlega. Þegar ASC-vottunin er skoðuð nánar kemur í ljós að þrjú íslensk fyrirtæki eru með þessa vottun; Arnarlax, Artic Oddi og IKEA.

mbl.is