„Jerk Chicken“ frá Marcus Samuelsson

Ásdís Ásgeirsdóttir

Hér er uppskrift sem enginn matgæðingur ætti að láta framhjá sér fara. Uppskriftin er frá meistara Marcus Samuelsson sem rekur veitingastaðinn Red Rooster í Harlem. 

„Jerk Chicken“

Fyrir fjóra (miðað við hálfan kjúkling á mann)

  • 1 laukur, skorinn gróft
  • 3 skallottlaukar, skornir
  • 2 stk. Scotch bonnet-chilipipar (notið halapeno ef hann fæst ekki), skorinn gróft
  • 2 hvítlauksrif, skorin
  • 1 msk five-spice-krydd
  • 1 msk allrahanda
  • 1 msk nýmalaður pipar
  • 1 tsk ferkt tímían, laufin tínd af
  • 1 tsk rifið múskat
  • 1 tsk salt, eða eftir smekk
  • ½ bolli sojasósa
  • 1 msk matarolía
  • 2 heilir kjúklingar, teknir í tvennt
  • 2 mjölbananar, skornir þunnt og steiktir á pönnu í smá smjöri, látið kólna
  • 4 skallottpönnukökur

Aðferð.

  1. Blandið lauk, skallottlauk, chili, hvítlauk og kryddi saman í matvinnsluvél.
  2. Látið vélina vinna áfram og bætið út í sojasósu og olíu. Hellið maríneringunni í stóra grunna skál og leggið kjúklingahelmingana ofan í löginn. Veltið kjúklingnum upp úr maríneringunni. Breiðið yfir skálina og setjið inn í ísskáp í nokkrar klukkustundir en má vera yfir nótt.
  3. Grillið kjúklinginn á grilli eða í ofni á háum hita þar til tilbúinn.

Skallottpönnukökur

  • 2 bollar hveiti
  • 1 2/3 bollar vatn
  • 1/4 bolli sesamolía
  • 3/4 tsk salt
  • 2 búnt skallottlaukur
  • olía til steikingar

Aðferð:

  1. Blandið hveiti, vatni, sesamolíu og salti í stóra skál. Hrærið þar til laust við kekki. Geymið til hliðar.
  2. Skerið skallottlaukinn, en hendið rótinni og skerið smávegis af grænu endunum. Setjið út í deigið.
  3. Hitið tvær tsk af olíu á pönnu yfir miðlungshita.
  4. Steikið pönnukökurnar þegar pannan er orðin vel heit. Notið u.þ.b. ¾ bolla af deigi fyrir hverja pönnuköku. Eldið í fjórar mínútur og snúið svo við og eldið á hinni hliðinni. Gott getur verið að bæta smá olíu við áður en þið snúið.
  5. Takið pönnukökur af pönnu og látið liggja á eldhúspappír til þess að öll aukaolía fari af.
  6. Gott getur verið að steikja á tveimur pönnum í einu.
  7. Leggið pönnuköku á disk og hálfa kjúklinginn ofan á. Raðið mjölbananabitum ofan á.
  8. Gott að bera fram með pikkluðum rauðlauk, ferskum kryddjurtum og góðri sterkri sósu.
Ásdís Ásgeirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert