Meðlætið sem ærir óstöðuga

mbl.is/TheKitchn

Þetta meðlæti er svo fáránlega spennandi og gott að það mun klárlega stela senunni í veislunni. Hér erum við að tala um rósakál og rjóma.... löðrandi beikon og ost. Hvað er hægt að biðja frekar um?

Löðrandi beikon rjóma rósakál með bræddum osti
 • 5 sneiðar af beikoni
 • 3 msk. smjör
 • 2 litlir shallot laukar, saxaðir
 • rósaskál, skorið í tvennt
 • sjávarsalt
 • 1/2 tsk cayenne pipar
 • 180 ml rjómi
 • 1/2 bolli rifinn ostur

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180 gráður. Steikið beikon á pönnu og leggið á eldhúspappír þegar það er fullsteikt. Hellið fitunni af pönnunni.
 2. Setjið pönnuna aftur á og bræðið smjörið. Setjið shallot laukinnog rósakálið á og steikið.
 3. Kryddið með salti og cayenne pipar. Steikið á miðungshita í 10 mínútur eða svo.
 4. Slökkvið undir og hellið rjómanum út á. Setjið því næst ostinn og beikonið saman við.
 5. Hellið í eldfast mót og bakið uns osturinn er farinn að krauma í 12-15 mínútur.
mbl.is/TheKitchn
mbl.is