Gómsætur teriyaki-kjúklingur með engiferdressingu

Ekki bara girnilegur réttur, heldur líka einstaklega bragðgóður.
Ekki bara girnilegur réttur, heldur líka einstaklega bragðgóður. mbl.is/Thefoodclub.dk

Hér gefur að líta frábæran og gómsætan kjúklingarétt með engiferdressingu og grilluðu brokkolí. Ef þú vilt dekra aðeins meira við réttinn, þá mælum við með að dreifa grófhökkuðum kasjúhnetum yfir.

Gómsætur teriyaki-kjúklingur með engiferdressingu (fyrir 4)

 • 4 kjúklingabringur
 • 1-2 msk. olía
 • 4 msk. teriyaki-sósa
 • 1 brokkolíhaus
 • 150 g salat

Dressing:

 • 4 msk. ólífuolía
 • 2 msk. sítrónusafi
 • 10 g rifinn engifer
 • 1 tsk. chiliflögur eða chilisósa
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Skerið kjúklingabringurnar í bita (2-3 bita hver bringa) og veltið þeim upp úr olíu og teriyaki. Ef þú hefur tíma þá er gott að láta kjúklinginn marinerast í 1-2 tíma.
 2. Grillið bringurnar á heitu grilli í 4-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær eru eldaðar í gegn.
 3. Skerið brokkolíhausinn í langa þunna strimla og veltið upp úr olíu, salti og pipar. Grillið brokkolíið í 3-4 mínútur á hvorri hlið þar til það verður mjúkt og hefur fengið flottar grillrendur.
 4. Dreifið salatinu á fat eða stóran disk. Dreifið kjúklingi og brokkolí yfir salatið.
 5. Dressing: Pískið öll hráefnin saman og smakkið til – bætið ef til vill meira chili við sósuna. Dreifið dressingunni yfir salatið áður en það er borið fram.
mbl.is