Snakkið sem er að slá í gegn á öllum miðlum

Blómkálssnakk eins og þú hefur aldrei smakkað það.
Blómkálssnakk eins og þú hefur aldrei smakkað það. mbl.is/Anders Schønnemann

Það er varla hægt að fletta uppskriftabók eða bloggi án þess að rekast á einhvers konar útgáfu af þessu geggjaða snakki sem er ekki bara gott heldur einnig bráðhollt. 

Þetta blómkálssnakk er komið á uppáhalds-snakk listann. Fullkomið í næsta saumaklúbb eða yfir góðum þætti á laugardagskvöldi með elskunni þinni – og kannski eitt vínglas með. Má líka vel njóta sem meðlæti með steikinni, því þetta passar við hvert tilefni.

Brakandi blómkálssnakk með chili

 • 1 blómkálshaus
 • 1 dl hnetusmjör
 • ½ dl vatn
 • Safi úr 1 lime
 • 1 rauður chili
 • 1 stórt hvítlauksrif
 • 1 msk. nýrifið engifer
 • 1 lítið búnt kóríander
 • 2 msk. hnetur
 • 1 lime

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á 225°.
 2. Hakkið chili og pressið hvítlaukinn. Hrærið hnetusmjör við vatn, safa úr lime, smátt söxuðu chili, pressuðum hvítlauk og engifer.
 3. Skerið blómkálið í hæfilega munnbita og setjið í skál.
 4. Veltið blómkálinu upp úr dressingunni og setjið á bökunarpappír á bökunarplötu. Bakið í 25 mínútur.
 5. Hakkið kóríander og hnetur og dreifið yfir blómkálið.
 6. Pressið limesafa yfir og berið fram.
mbl.is