Súpan sem hrekur kvef bak og burt

Kjúklingasúpa með núðlum og engifer er fullkomin á köldum vetrardögum.
Kjúklingasúpa með núðlum og engifer er fullkomin á köldum vetrardögum. mbl.is/Line Thit Klein

Það er farið að kólna í veðri og þá er gott að eiga þessa súpuuppskrift á kantinum. Kjúklingasúpa með núðlum, engifer og chili ætti að hrekja hvaða pest sem er úr líkamanum. Fyrir utan hvað súpur eru einstaklega auðveldar í framkvæmd og þægilegur matur.

Súpan sem hrekur kvef bak og burt

 • 3-4 kjúklingalæri
 • Vatn
 • 2 stórir hvítlaukar
 • 2 engiferskífur
 • Smávegis af chili
 • 2 gulrætur
 • Vorlaukur
 • 8 dl kjúklingakraftur
 • 250 g núdlur
 • 1-1½ msk. fíntsaxað engifer
 • Fíntsaxað chili, eftir smekk
 • ½ - 1 búnt af kóríander
 • 1½ msk. sojasósa
 • Safi af ½ - 1 lime

Aðferð:

 1. Setjið kjúklingalærin, hvítlauk, engiferskífur og chili í pott og fyllið með vatni þannig að það fljóti yfir kjötið. Sjóðið kjúklingin í vatninu í 35-40 mínútur. Takið lærin upp úr og rífið kjötið af beinunum. Hendið skinni og kjúklingabeinum. Sigtið súpuna og geymið.
 2. Skrælið gulræturnar og skerið í strimla. Skerið vorlaukinn í þunnar skífur á ská.
 3. Setjið súpuna aftur í pott og bætið við kjúklingakrafti. Leyfið suðunni að koma upp. Bætið núðlunum þá út í og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
 4. Þegar um 2 mínútur eru eftir þar til núðlurnar eru tilbúnar, bætið þá út í gulrótum, vorlauk, engifer, chili og kjúklingi. Sjóðið og kryddið jafnvel með sojasósu og lime-safa. Dreifið kóríander yfir.  
 5. Berið súpuna fram heita og leyfið sojasósu og lime að standa með fyrir þá sem vilja krydda sinn skammt aðeins meira.
mbl.is