Ómótstæðilegt tortellini-lasagna

Lasagna er einn af þessum réttum sem við fáum ekki leið á. Það ganga allir sáttir frá borði þegar slíkur matur hefur verið borinn fram. Hér fáum við að kynnast lasagna með fersku ostafylltu tortellini sem ekki þarf að sjóða, því það fer beint út í hakkblönduna og inn í ofn með ostafjalli á toppnum.

Ómótstæðilegt tortellini-lasagna

 • Ólífuolía
 • 1 laukur, saxaður smátt
 • 3 hvítlauksrif, marin
 • 700 g nautahakk
 • ½ bolli rauðvín
 • 2 msk. tómatpúrra
 • 1 tómatar í dós
 • 1 tsk. þurrkað oregano
 • Kosher-salt eða annað álíka
 • Salt og pipar
 • 2 pakkar af fersku osta-tortellini
 • 2 bollar rifinn ostur
 • 2 msk. nýrifinn parmesan
 • ¼ bolli fersk basilika

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180° og penslið stórt eldfast mót með olíu.
 2. Hitið olíu í potti á meðalhita og steikið lauk í sirka 5 mínútur. Bætið þá við hvítlauk og því næst nautahakkinu. Reynið að hella sem mest af kjötfitunni í burtu (hægt að nota skeið til að ausa vökvanum frá).
 3. Hellið rauðvíninu út á hakkið og leyfið að sjóða aðeins niður áður en tómatpúrrunni er bætt út í ásamt tómötum úr dós, oregano, salti og pipar. Leyfið að malla í um 10 mínútur.
 4. Setjið tortellini í eldfasta mótið og hellið hakkblöndunni yfir. Blandið létt saman. Toppið með rifnum osti og parmesan, og breiðið álpappír yfir.
 5. Bakið þar til osturinn hefur bráðnað og pastað er eldað í gegn, sirka 25 mínútur. Takið álpappírinn af undir lokin til að fá gylltan lit á ostinn.
 6. Stráið ferskri basiliku yfir áður en borið er fram.
Þetta ofureinfalda lasagne er að slá öll met.
Þetta ofureinfalda lasagne er að slá öll met. mbl.is/Ethan Calabrese
mbl.is