Pastarétturinn sem er eins og lygasaga

Pastarétturinn þar sem öll hráefnin fara saman í einn pott.
Pastarétturinn þar sem öll hráefnin fara saman í einn pott. mbl.is/Joe Lingeman

Þú trúir ekki hvað þú ert að fara smakka hérna. Þennan rétt er búið að prófa og sanna, og hann virkar. Pastaréttur í einum potti með brokkolí og leynihráefni sem er grísk jógúrt, en það sjáum við ekki oft í pastauppskriftum. Hér er jógúrtin að gera stórkostlega hluti.

Pastaréttur í einum potti

fyrir 4

 • 2 brokkolíhausar
 • 350 g pasta
 • 4½ bolli vatn
 • ½ bolli grísk jógúrt
 • 2 msk. ólífuolía
 • 4 hvítlauksrif, marin
 • 1 msk. kosher-salt
 • ¼ tsk. svartur pipar
 • Rauðar piparflögur (má sleppa)
 • ½ bolli nýrifinn parmesan eða annar sambærilegur ostur, plús aðeins meira til að bera fram

Aðferð:

 1. Setjið brokkolí, pasta, vatn, jógúrt, ólífuolíu, hvílauk, salt, pipar, rauðar piparflögur (ef vill) í stóran pott eða stóra pönnu og hrærið í til að blanda vel saman. Látið sjóða.
 2. Hrærið í reglulega til að pastað festist ekki við botninn og sjóðið þar til pastað er tilbúið samkvæmt leiðbeiningum og vatnið hefur að mestu gufað upp.
 3. Fjarlægið pottinn af hellunni og bætið ostinum út í. Berið fram í grunnum skálum og stráið meiri osti yfir.
Í þessum rétti er leynihráefnið grísk jógúrt.
Í þessum rétti er leynihráefnið grísk jógúrt. Joe Lingeman
mbl.is