IKEA með nammi sem setja þarf saman

mbl.is/IKEA

Ert þú í þeim hópi sem vill láta ljós sitt skína og sýna meistaratakta þegar setja á saman IKEA-vöru? Þá muntu elska súkkulaðið sem verslunarkeðjan sendir frá sér fyrir þessa páska.

Við erum að tala um súkkulaði í laginu eins og kanína sem setja þarf saman – rétt eins og hvert annað húsgagn frá IKEA. Hér er engin þörf á verkfærum og það fylgja heldur engar leiðbeiningar þar sem kanínan er samsett úr einungis þremur hlutum.

Kanínan er væntanleg í verslun IKEA hérlendis síðar í vikunni og þá verður gaman.

Nýtt páska-súkkulaði frá IKEA sem setja þarf saman.
Nýtt páska-súkkulaði frá IKEA sem setja þarf saman. mbl.is/IKEA
Frábær hugmynd frá IKEA risanum.
Frábær hugmynd frá IKEA risanum. mbl.is/IKEA
mbl.is