Elskar þú avokadó, kjúkling og ost?

Við erum að elska allt í þessari uppskrift.
Við erum að elska allt í þessari uppskrift. mbl.is/Howsweeteats.com

Þessi uppskrift er fyrir alla þá sem elska avocado, kjúkling og ost. Hér er upplagt að nota afganga af kúkling og rífa niður, eða kaupa tilbúinn út í búð. Rétturinn er borinn fram með jógúrtsósu sem er best eftir að hafa staðið í ísskáp í nokkra tíma. Það er ekkert í þessari uppskrift sem erfitt er að elska.

mbl.is/Howsweeteats.com

Bakað avocado með kjúklinga- ostasalati

  • 5 avocado
  • 1½ bolli rifinn kjúklingur
  • ½ bolli cherry tómatar, skornir
  • ⅔ bolli rifinn cheddar ostur
  • 2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
  • 3 msk. ferskt kóríander, smátt saxað
  • ½ tsk. chili krydd
  • ½ tsk. papríkukrydd
  • ½ tsk. hvítlaukskrydd
  • ¼ tsk. cumin
  • Salt og pipar

Jógurtsósa:

  • ½ bolli hrein grísk jógúrt
  • 1½ msk. sriracha
  • 1 lime

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 190°C.
  2. Skerið avocado til helminga og fjarlægið steininn. Skerið innan úr einum heilum avocado og setjið í skál. Hér má skafa örlítið úr hinum helmingunum og bæta við í skálina, þá myndast líka meira pláss fyrir kjúklinginn á eftir. Alls ekki nauðsynlegt en má vel gera.
  3. Bætið rifnum kjúkling út í sömu skál og avocadoinn ásamt ⅓ bolla af osti, tómötum, vorlauk, kóríander, chili-, papríku- og hvítlaukskryddi, cumin, salti og pipar. Blandið vel saman og passið að avocadoinn sé vel maukaður við til að halda kjúklingnum saman.
  4. Dragið fram ísskeið og setjið kjúklingablönduna ofan á hvern og einn avocado helming. Dreifið restinni af ostinum yfir.
  5. Bakið í 15-20 mínútur þar til kjúklingurinn er heitur í gegn og osturinn bráðnaður.
  6. Jógúrtsósa:  Pískið saman jógúrt, sriracha og safa úr lime. Þetta má gera fyrirfram og láta standa í kæli í nokkra tíma áður en hún fer á réttinn.
  7. Takið úr ofninum og dreypið jógúrtsósunni yfir. Stráið meira af kóríander yfir berið fram.
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert