Kjúklingarétturinn þegar þú vilt gera vel við þig

Sá allra besti sem þú munt sjá á netinu í …
Sá allra besti sem þú munt sjá á netinu í dag. mbl.is/Ethan Calabrese

Þessarar útgáfu af kjúklingarétti er svo oft þörf á kvöldverðarborðið, þegar við þurfum að gera vel við bragðlaukana. Hér erum við með ost og gæðaskinku sem faðmar kjúklinginn að sér á meðan hann bakast í ofni.

Kjúklingarétturinn þegar þú vilt gera vel við þig

  • 4 kjúklingabringur frá Ali
  • sjávarsalt
  • nýmalaður pipar
  • Geitaostur eða annar ostur að eigin vali
  • ½ bolli rifinn mozzarella
  • 4 sneiðar prosciutto-skinka eða önnur sambærileg

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Fletjið aðeins bringurnar út með kjöthamri. Saltið og piprið.
  3. Setjið 1-2 msk. af geitaosti (eða öðrum sambærilegum) við endann á bringunni og stráið rifnum mozzarella yfir. Rúllið bringunni upp og byrjið á endanum þar sem osturinn er. Vefjið því næst skinkusneið utan um.
  4. Leggið í eldfast mót og bakið í ofni í 30-35 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
mbl.is/Ethan Calabrese
mbl.is