Nýtt stell frá Royal Copenhagen var að lenda hér á landi

Vér færum ykkur þau gleðilegu tíðindi að nýja stellið frá Royal Copenhagen er komið hingað til lands. Um er að ræða stell sem ber nafnið Blomst og er glæsileg útfærsla af gamla stellinu Blå Blomst sem kom á markað árið 1779.

Í stellinu eru mörg mismunandi handmáluð blómamynstur sem eru tekin úr gamla Blå Blomst en hönnuður þess er Wouter Dolk.

Úr stellinu má fá mismunandi hluti með ýmist rósum, hýasintum, liljum, nellikkum, dalíum auk fleiri fallegra blóma. Stellið er nýtískuleg útfærsla á gamalli klassík með fallega köntuðum diskum og bollum svo mýkt blómanna og nýstárleg mótun postulínsins spila fallega saman.

Hægt er að fá þetta ómótstæðilega stell í Kúnígúnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert